Jennifer Lopez - Booty ásamt Iggy AzaleaÞó að það sé 21 ára aldursmunur á milli Jennifer Lopez og Iggy Azalea gefa þær hvorugar eftir í laginu Booty sem var að koma út, en myndbandið við lagið hefur fengið mismunandi dóma, og segja má að lagið sé endurgerð af  Dat A Freak með þeim Diplo og Swick.

Það vekur athygli að Pitbull var upphaflega í laginu sem finna má á nýjustu plötu J.Lo, A.K.A. sem kom út í sumar og var þegar búið að taka upp myndband við lagið og birta stutt brot út því á netinu en ákveðið var að skipta honum út á síðustu stundu fyrir hina áströlsku Iggy Azalea og var nýtt myndband tekið upp í ágúst, sem var svo birt í dag.