Taylor Swift - Out Of The WoodsEftir frábært gengi plötunnar Red sem kom út árið 2012 snýr ein vinsælasta söngkonan í heiminum í dag, Taylor Swift aftur með nýja plötu, en platan sem kemur út í lok mánaðarins nefnist 1989 og vísar það til fæðingarárs söngkonunnar, en hún fæddist þann 13. desember árið 1989 í borginni Reading í Pensilvaníu fylki í Bandaríkjunum.

Voða lítið er vitað um nýju plötuna að svo stöddu annað en að hún mun innihalda þrettán lög og höfum við þegar fengið að heyra lagið Shake It Off, en annað lagið sem kemur út af plötunni nefnist Out Of The Woods og er hægt að nálgast það með því að forpanta plötuna í gegnum iTunes verslunina.

Taylor samdi nýja lagið í samstarfi við Jack Antonoff, einn meðlim hljómsveitarinnar fun. og hefur það strax fengið mikla athygli en menn vilja meina að það fjalli um fyrrum kærasta Swift, Harry Styles úr One Direction, en samband þeirra endaði fyrr á þessu ári og er sagt að það hafi verið vegna þess að Swift vildi ekki sofa hjá Harry þegar honum hentaði.