Maroon 5 - SugarÞað má með sanni segja að hljómsveitin Maroon 5 sé bara á uppleið hvað vinsældir þeirra varðar og komst fimmta og jafnframt nýjasta platan þeirra V meðal annars á toppinn á Billboard vinsældarlistanum.

Þriðja og jafnframt nýjasta smáskífan af plötunni nefnist Sugar, en menn vilja meina að lagið líkist Birthday sem Katy Perry sendi frá sér á síðasta ári ansi mikið en pródúserinn Cirkut er á bakvið bæði lögin og sá um að vinna þau.