Steve Aoki & Moxie - I Love It When You Cry (Moxoki)Steve Aoki er hvergi að baki dottinn og kemur inn í tónlistarárið 2015 af krafti og eftir að hafa sent frá sér plötuna Neon Future I í september síðastliðnum kemur hann til með að gefa út nýja plötu sem ber nafnið Neon Future II síðar á þessu ári.

Fyrsta smáskífan sem við fáum að heyra af NF II nefnist I Love It When You Cry og er það söngkonan Moxie Raia sem er með Steve í laginu en saman kalla þau sig Moxioki.