Steve Aoki - Darker Than Blood ásamt Linkin ParkPlötusnúðurinn Steve Aoki er einn af þeim fjölmörgu tónlistarmönnum sem koma til með að gefa út plötu í maí en platan sem ber nafið Neon Future II er sú þriðja sem hann sendir frá sér.

Steve fékk meðal annar Snopp Dogg, Walk off the Earth og Nervo í lið með sér við gerð plötunnar en önnur smáskífan af henni nefnist Darker Than Blood og eru það rokkararnir í Linkin Park sem eru með honum í laginu.