Það hafa eflaust einhverjir heyrt lagið Earthquakey People sem Steve Aoki gerði ásamt Rivers Cuomo. Steve vildi gera nýja útgáfu af laginu og átti hún að henta betur til spilunar á skemmtistöðum. Talsverðar vangaveltur voru um nafnið á laginu en sú ending sem var valin er The Sequel eða framhald á Íslensku. Steve gerði svo í framhaldi nýtt myndband og má sjá útkomuna hér fyrir neðan.