Steve Aoki - Free the Madness ásamt Machine Gun KellySteven Hiroyuki Aoki er fæddur í Miami í Bandaríkjunum og sem unglingur var hann afar fær í badminton og sigraði ófáa leiki í þeirri grein, en hann ákvað hinsvegar að snúa við blaðinu og tileinka sér tónlistargerð og kemur önnur platan hans, Neon Future út í ágúst næstkomandi.

Nýjasta lagið frá Steve nefnist Free the Madness og er það Machine Gun Kelly sem er með honum í laginu, en innblásturinn í myndbandið við lagið er sóttur í hina geysivinsælu þætti Breaking Bad.