Maroon 5 - It Was Always YouStrákarnir í hljómsveitinni Maroon 5 koma til með að gefa út sína fimmtu plötu, V í lok mánaðarins, en lagið Maps sem var fyrsta smáskífan af plötunni hefur þegar verið að gera góða hluti.

Nú er komið út nýtt lag af plötunni og nefnist það It Was Always You og að sögn meðlima hljómsveitarinnar fjallar það um æskuvini sem verða ástfangnir af hvor öðrum.