BlazRoca - Vökuvísa ásamt Dias og Salka De La SolErpur Þórólfur Eyvindsson eða Blaz Roca eins og hann kallar sig er einna hvað þekktastur fyrir störf sín innan hljómsveitarinnar XXX rottweilerhundar, en hefur einnig verið að snúa sér að sólóferli sínum.

Nýjasta lagið frá þessum Kópavogsbúa sem kemur til með að fagna 37 ára afmæli sínu í lok mánaðarins nefnist Vökuvísa og er það Salka Sól sem syngur með honum í laginu sem pródúserað er af Birni Þorleifssyni.