Stefán Marel - VoicesStefán Marel Hafþórsson er tvítugur tónlistarmaður sem kemur frá Akureyri en hann hefur aðallega fengist við söng og er þekktastur fyrir útgáfu sína af laginu Ég Vil Fá Mér Kærustu sem hann gaf út árið 2011.

Stefán hefur undanfarið verið að vinna að gerð sinnar eigin tónlistar, semja bæði lög og texta og sendi hann meðal annars frá sér sitt fyrsta frumsamda lag af mörgum nú fyrir jólin, Jólabarn.

Nú hefur Stefán ákveðið að sýna á sér aðrar hliðar og sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Voices og inniheldur það ólíkt öðrum lögum frá Stefáni engan söng en með laginu vill hann koma á framfæri hæfileikum sínum við gerð raftónlistar.