Adam Lambert - Ghost TownRúmum þremur árum eftir útgáfu plötunnar Trespassing kemur Adam Lambert til meða að gefa út sína þriðju plötu, The Original High þann 12. júní en Adam hefur verið á tónleikaferðalagi með meðlimum hljómsveitarinnar Queen síðustu misseri.

Lagið Ghost Town er fyrsta lagið sem við fáum að heyra af The Original High og fetar Adam nýjar slóðir í laginu, en það er í deep house stíl sem hann hefur ekki verið að fást við hingað til.