Of Monsters and Men - I Of The StormAlla leið úr Garðabæ kemur hljómsveitin Of Monsters And Men, en hvert einasta mannsbarn á Íslandi ætti að þekkja þessa hljómsveit enda hefur hún farið sigurför um heiminn.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar, My Head Is An Animal kom út í lok 2011 á Íslandi en ekki fyrr en 2012 á heimsvísu og náði hún platinum sölu í sex löndum og þar á meðal í Bandaríkjunum.

Nú hafa Nanna Bryndís og félagar tekið sig saman og koma þau til með að senda frá sér sína aðra plötu þann 9. júní næstkomandi og ber hún nafnið Beneath The Skin, en I Of The Storm er annað lagið sem við fáum að heyra af plötunni.