Of Monsters And Men - EmpireÖnnur plata hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er væntanleg þann 9. júní næstkomandi og hefur nú þegar skapast umtal um plötuna rúmum mánuði áður en hún kemur út og er hægt að forpanta plötuna í gegnum iTunes tónlistarveituna.

Nú er komin út þriðja smáskífan af plötunni og nefnist lagið Empire, en það er leikkonan Guðrún Bjarnadóttir sem er í myndbandinu sem framleitt er af Tjarnargötunni.