logosvartNý Tónlist er vefsíða þar sem fólk getur hlustað og lesið allt um nýja tónlist um leið og hún kemur út. Einnig erum við að vinna í því að efla almennan fréttaflutning um tónlist og ýmsa tónlistarviðburði. Það sem hefur verið einna mest vinsælast á síðunni er flokkurinn Íslenskt og efnilegt þar sem ungir tónlistarmenn geta sent okkur  sína tónlist og í framhaldi höfum við birt hana á síðunni okkar og þannig hjálpað þeim að koma henni á framfæri.

Síðan opnaði formlega þann 23. September 2011 en hugmyndin var búin að vera í bígerð í nokkra mánuði á undan. Í lok ágúst hófumst við svo handa við gerð vefsins. Hugmyndin að vefsíðunni kom út frá því að ný tónlist kemur ekki í spilun í íslensku útvarpi, frá nokkrum vikum allt uppí nokkra mánuði frá að hún kemur út. Við vorum komnir með leið á að heyra sömu gömlu lögin spiluð aftur og aftur í útvarpi og kynnt sem ný. Í byrjun voru innlitin á síðuna örfá og bjuggumst við ekki við en aðrir en nánustu vinir okkar mundu skoða síðuna, en það hefur svo sannarlega breyst til muna og eru innlitin nú um  80.000 talsins á viku.

Í fyrra stóðum við fyrir söngkeppni að nafninu Söngfuglinn sem haldin var á síðunni og þar gátu ungir tónlistarmenn á aldrinum 12-18 ára sent inn upptöku af sér syngja, og voru viðtökurnar framar okkar björtustu vonum. Meðal vinninga í keppninni var upptökutími að eigin vali í alvöru hljóðveri , Studio Sound en þeir komu m.a. ungstyrninu Kristmundi Axel á framfæri, sem og Daniel Alvin svo lengi mætti telja.

Við erum með það markmið að vera alltaf fyrstir með nýja tónlist og öflugan fréttaflutning um það sem er að gerast í heimi tónlistarinnar hverju sinni. Og stuðlum við að því að færa lesendum okkar markvissan og traustan fréttaflutning.

Ef þú vilt koma þinni tónlist á framfæri eða veist um einhvern, endilega ekki hika við að senda okkur tölvupóst á nytonlist@nytonlist.net