Steindi Jr. - Allir Með ft. Egill ÓlafssonEinn af hápunktum ársins er þegar lag áramótakaupsins er frumflutt í fyrsta skipti og ber sig inní hjörtu þjóðarinnar.
Eins og flestum er kunnugt var Unnsteinn Manuel, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson fenginn til að flytja lagið í fyrra en það nefnist Klappa og var það fengið af láni frá Pharell Williams og heitir upphaflega Happy.

Í ár var hinsvegar öllu tjaldað til, en Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi Jr. eins og hann kallar sig sem hefur verið einn vinsælasti grínisti landsins undanfarin ár flytur lag skaupsins í annað sinn og fékk hann með sér í lið engan annan en Stuðmanninn, Egil Ólafsson – einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar.

Lagið var gert af þríeykinu StopWaitGo sem ættu flest öllum að vera kunnugir eftir að þeir sigruðu Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með laginu Lítil Skref ásamt því að eiga topplagið á árslista FM957 þetta árið,  No More sem er flutt af ungstyrninu Glowie.

Lagið í ár ber titilinn Allir Með og er það einfalt og grípandi en bæði lag og texti eru frumsaminn en að sögn Steinda taldi hann það vera algjört lágmark þar sem að Áramótaskaupið sé afar mikilvægt dugar ekki að taka eitthvað gamalt lag og gera nýjan texta við það.