John Martin - Anywhere For YouSvíann John Martin ættu eflaust flestir að kannast við, en hann hefur slegið í gegn í lögum á borð við Don’t You Worry ChildReload og núna síðast í Children of the Sun.
Nú er hinsvegar komið út nýtt lag sem John Gefur út upp á eigin spýtur og nefnist það Anywhere For You, en hingað til hefur hann aðeins verið partur af lögum með öðrum tónlistarmönnum.

John hefur nú bæst í hópinn með listamönnum á borð við David Guetta og Woodkid, því myndbandið við lagið hans er tekið í heild sinni upp á íslandi, en Anywhere For You er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu hans, sem kemur út síðar á þessu ári.