Kristinn Ægir Ægisson, betur þekktur sem DJ kid er 20 ára plötusnúður og producer búsettur í Reykjavík. Hann hefur verið að semja tónist frá 15 ára aldri og hefur verið að DJ’a síðastliðin þrjú ár.

Kristinn hefur spilað í nokkrum klúbbum á Íslandi, þar á meðal í Gamla vínhúsinu í Hafnarfirði á svokölluðu electro house kvöldi.

Áhuginn beindist fyrst að Hip hop tónlistinni sem færðist svo árið 2008 yfir í elektróníska tónlist og aðalega þá electro, electro house og hefur hann haldið sér við þá gerð tónlistar.

Psychadelic lagið kom til þannig að Kristinn var orðinn þreyttur á að búa til sama dubsteppið svo hann ákvað að prófa eitthvað nýtt. Vinur Kristins hann Viðar Marel (Inkaze) var lengi búinn að þrá að semja tónlist svipaða og Flying lotus (FLY-LO) og var alltaf að seigja við Kristinn „Afhverju reynirðu ekki að semja svona svipað og FLY-LO?“
Kristinn ákvað að láta slag standaog lagði sig allan fram við gerð lagsins og tók það hann um þrjá tíma að setja lagið saman.