Glænýtt tónlistarmyndband frá strákunum í Ice Cold, en þeir fengu einn efnilegasta rappara landsins, hann Daniel Alvin með sér í lið.
Hér á ferðinni er nýtt og ferskt partýlag sem kemur manni í ansi gott stuð.
Myndbandið er gríðarlega skemmtilegt en í því eru gamlir karlar sem eru leiknir af Ice Cold í fullu fjöri.
„Það er klárt mál að þessu lagi verður fylgt eftir með mörgum öðrum lögum,“ sagði Ingi Þór, meðlimur Ice Cold í samtali við Ný Tónlist.
Það má með sanni segja að það það verður skemmtilegt að fylgjast strákunum í sumar.

Þú getur svo að sjálfsögðu niður þér að kostnaðarlausu á nýju niðurhalssíðunni okkar en þú kemst á hana með því að smella HÉR.