Stefán Valgeir Guðjónsson er afar fjölhæfur tónlistarmaður, hann sér um alla tónlistina sjálfur, hvort sem hann spilar á hljóðfærin eða forritar þau í tölvu.

Hann er átján ára nemi í FMOS og tók m.a. þátt í Hæfileikakeppni Íslands og komst þar í undanúrslit.

Stefán hefur verið að spila á gítar í tæp fjögur ár og er nýlega byrjaður að fikta við að spila á píanó.
Hér flytur Stefán lagið Lightfall, en það á að spegla þá tilfinningu sem maður fær þegar ekkert getur stoppað mann nema maður sjálfur.