Christopher Michael Richardson eða Chris Richardson eins og hann kallar sig er 28 ára gamall söngvari sem fæddist í Belgíu en býr nú í Bandaríkjunum.

Hann sló fyrst í gegn þegar hann hafnaði í fimmta sæti í stjöttu seríunni af American Idol sem fór fram árið 2007.

Lagið Joy & Pain er annað lagið sem Chris sendir frá sér á þessu ári og er enginn annar en Tyga sem er með honum í laginu.
Þetta er annað lagið sem þeir gera í sameiningu, en þeir sendu frá sér lagið Far Away á síðasta ári og var það heldur betur vinsælt, en Joy & Pain á eflaust eftir að ná góðu gengi enda frábært lag.