Far East Movement - The Illest ásamt Riff RaffNú er aðeins vika í að hip hop kvartettinn Far East Movement komi fram í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival tónlistarhátíðinni en hún fer fram dagana 5. – 9. júní næstkomandi og verður eflaust margt um manninn, en hátíðin er eflaust stærsta sinnar tegundar hér á landi á árinu.

Strákarnir í Far East Movement voru að senda frá sér glænýtt mixtape sem ber nafnið Grzzly og er lagið The Illest fyrsta smáskífan sem kemur út af því og er það rapparinn Riff Raff sem er með þeim í laginu, en áhugasamir geta hlaðið því, ásamt mixtapeinu ókeypis niður í heild sinni HÉRNA.