SteinarSteinar Baldursson eða Steinar eins og hann kallar sig er átján ára tónlistarmaður sem kemur úr Grafarvoginum í Reykjavík og gengur í Verzlunarskóla Íslands, og kom hanm fram í þættinum Fm95Blö á útvarpsstöðinni Fm957 í dag.

Hann hefur verið í tónlist frá því að hann man eftir sér og er fyrsta platan frá Steinari sem verður öll ensku væntanleg fyrir jól.
Steinar og Kristinn Snær hófu að ræða tónlistarferil Steinars og kynnti Kristinn hann fyrir Stefáni Ernin og fóru þeir i sameiningu að vinna að gerð plötunnar i samstarfi við ReddLights og Senu.

Fyrsta smáskífan af plötunni nefnist Up, og kom hun út fyrr í vikunni og má segja að lagið hafi slegið strax í gegn, það veður afar gaman að fylgjast með Steinari á næstunni, en hann er ungur tónlistarmaður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.