Pollapönk - No PrejudiceÞað ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að það var hljómsveitin Pöllapönk sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með laginu Enga Fordóma.

Hljómsveitin sem skipuð er þeim Heiðari Erni, Haraldi Frey, Arnari Gíslasyni og Guðna Finnssyni var stofnuð árið 2006 og hefur hún á þeim tíma gefið út þrjár plötur, en flestir meðlimir hljómsveitarinnar koma úr Hafnarfirði.

Strákarnir hafa nú tekið sig til og snarað laginu yfir á ensku með hjálp söngvarans John Grant og heitir það nú No Prejudice, en þetta mun vera endanleg útgáfa lagsins sem verður flutt í B&W Höllinni í Kaupmannahöfn í maí.