Tiësto - Let's Go ásamt Icona PopÞrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn er Tiësto einn sá vinsælasti í heimi danstónlistarinnar í dag og breytti hann stílnum sínum til muna eftir að hann ákvað að byrja að vinna að sjöttu plötu sinni, A Town Called Paradise, en Hollendingurinn knái tileinkar plötunni borginni Las Vegas sem hann segir vera mekka skemmtanalífsins í heiminum í dag.

Nýja platan sem kemur út þann 16. júní næstkomandi hlaut strax athygli eftir að lögin Red Lights og Wasted komu út en það síðarnefnda hefur verið að riðja sér sess á vinsældarlistum útvarpsstöðva út um allan heim upp á síðkastið.

Nú er þriðja smáskífan af plötunni hinsvegar komin út og nefnist lagið Let’s Go, og fékk Tiësto sænsku stelpurnar í Icona Pop með sér í lagið sem gefur hinum lögunum á plötunni ekkert eftir.