Katy Perry Superbowl 2015 XLIXHin árlega Ofurskál eða Superbowl fór fram í nótt á University of Phoenix leikvanginum í Glendale í Arizona fylki og áttust við New England Patriots og Seattle Seahawks og enduðu leikar 28 – 24 fyrir Patriots.

Superbowl er vafalaust einn stærsti íþróttaviðburður heimi en talið er að um 100 milljón manns horfi á útslitaleiki Superbowl árlega og ríkir alltaf eftirvænting eftir hálfleiknum, en þá eru fengnir tónlistarmenn til að koma fram og að þessu sinni sá bandaríska söngkonan Katy Perry um herlegheitin en hún fékk þau Lenny Kravitz og Missy Elliott með sér til liðs.

Katy Perry lét hafa það eftir sér fyrir leikinn að þetta væri án efa stærsti viðburðurinn á ferlinum hennar og yrði hann eflaust seint toppaður, en hún ætlaði að leggja sig alla fram og halda for upptökum á söngnum í lágmarki þó það yrði einhverjar nokkrar línur teknar upp fyrirfram.

Flestir virðast hafa verið ánægðir með útkomuna og var mikið um dýrðir enda mikið lagt í atriðið, samkvæmt mælingum í Bandaríkjunum horfðu 118.5 milljónir á atriðið hennar en aðeins 114.4 milljónir á leikinn sjálfann, sjón er sögu ríkari!

Lagalistinn:

  1. Roar
  2. Dark Horse
  3. I Kissed a Girl (ásamt Lenny Kravitz)
  4. Teenage Dream
  5. California Gurls
  6. Get Ur Freak On/Work It/Lose Control (ásamt Missy Elliott)
  7. Firework