Taylor Swift - Brit Awards 2015Bresku tónlistarverðlaunin eða Brit Awards fóru fram í O2 höllinni í London í gærkvöldi en þetta var í 35 skipti sem verðlaunin voru haldin, en þau eru eins og gefur að kynna einskonar uppskeruhátíð tónlistarbarnsans í Bretlandi og voru spéfuglarnir Ant & Dec kynnar kvöldins.

Það var söngkonan Taylor Swift sem opnaði kvöldið með því að flytja lagið sitt Blank Space sem kom út í lok síðasta árs við góðar undirtektir áhorfenda í höllinni sem tekur um 20,000 manns.

Mikið var um dýrðir um kvöldið og var búið að spá um hver hlyti hvaða verðlaun fyrirfram og koma það kannski hve fæstum á óvart að Ed Sheeran skyldi verða valin besti karlkyns tónlistarmaður Bretlands en vinsældir hans voru gífurlegar á árinu sem leið.

Óvænt atvik gerðist á hápunkti kvöldsins þegar söngkonan Madaonna flutti lagið Living For Love og flæktust hlutirnir eitthvað fyrir henni með þeim afleiðingum að hún féll niður tröppur á leið sinni upp á pall á sviðinu, en hún lét það ekki á sig fá og hélt áfram með atriðið sitt eins og ekkert hafi gerst, en myndband af atvikinu má sjá neðar í fréttinni.

Listi yfir verðlaunahafa kvöldsins:

Breski karlkyns tónlistarmaður: Ed Sheeran
Breski kvenkyns tónlistarmaður: Paloma Faith
Breska hljómsveitin/hópur: Royal Blood
Breska bjartasta vonin: Sam Smith
Breska smáskífan: “Uptown Funk!” með Mark Ronson ásamt Bruno Mars
Breska myndbandið: “You & I” með One Direction
Breska plata ársins: “x” með Ed Sheeran
Karlkyns tónlistarmaðurinn á heimsvísu: Pharrell Williams
Kvenkyns tónlistarmaðurinn á heimsvísu: Taylor Swift
Hljómsveit/hópur á heimsvísu : Foo Fighters
Árangur á heimsvísu: Sam Smith
Breski pródúser ársins: Paul Epworth
Critics’ Choice: James Bay

Atriði kvöldsins:

Taylor Swift – Blank Space (Opnunaratriðið)

Sam Smith – Lay Me Down

Royal Blood – Figure It Out

Ed Sheeran – Bloodstream

Kanye West – All Day (ásamt Allan Kingdom)

Take That – Let In the Sun

George Ezra – Budapest

Paloma Faith – Only Love Can Hurt Like This

Madonna – Living For Love