SumargledinSumargleðin er tónlistarhátíð sem ætluð er nemendum í 8. – 10. bekk í grunnskóla og verður hún haldin á fimmtudaginn í íþróttahúsi FH að Kaplakrika, en hátíðin er áfengis- og vímuefnalaus skemmtun og verður fyllsta öryggis gætt á meðan viðburðinum stendur.

Þetta er í annað sinn sem Sumargleðin er haldin en fullt var út úr dyrum á síðasta ári og er stefnan að hafa viðburðinn ennþá glæsilegri í ár, en meðal þeirra sem koma fram eru: Jón Jónsson, Friðrik Dór, AmabAdamA, Basic House Effect, Steindi Jr., Áttan og fleiri.

Miðasalan á Sumargleðina fer fram í öllum verslunum 10-11 og á bhe@bhe.is, en miðaverðið er 3.000,- krónur og rennur ágóðinn óskertur til Barnaspítala Hringsins, en allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu Sumargleðinnar, sumargledi.is.