Aron Hannes - I Need You prod. Logi PedroAron Hannes Emilsson er átján ára gamall tónlistarmaður sem kemur úr Grafarvogi og hefur hann verið að fást við söng um nokkurt skeið, en hann lenti meðal annars í öðru sæti í Söngkeppni framhaldskólanna 2015 sem fór fram í apríl síðastliðnum.

Hér er á ferðinni fyrsta lagið sem Aron sendir frá sér og nefnist það I Need You, en lagið var pródúserað af Loga Pedro sem lokaverkefni í hljóðtækni í Tækniskólanum.