Kajak - Wake UpFrændurnir Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson skipa raftónlistardúóið Kajak, en þeir slógu óvænt í gegn árið 2013 með laginu Gold Crowned Eagle og hefur í rauninni lítið heyrst frá þeim síðan þá, en hér eru þeir þó mættir með nýtt lag sem ber nafnið Wake Up.