AmabAdamA - SóaKrakkarnir í reggíhljómsveitinni AmabAdamA hafa verið að gera það gott með lögunum af plötunni Heyrðu Mig Nú sem kom út á síðasta ári en nú voru þau hinsvegar að senda frá sér nýtt lag.

Lagið sem ber nafni Sóa var gert eftir að Kvennfélagssamband Íslands hafði samband við hljómsveitina og athugaði hvort þau vildu gera lag til að vekja athygli á matarssóun í heiminum, en þriðjungur þess matar sem ætlaður er til manneldis í heiminum er hent og er ætlað að það séu um 1,3 milljarðar tonna á ári.