Sindri Freyr, Aron Valtýsson, Jóla Biggi, Guðmundur Aron og Marteinn eru sprækir eyja peyjar sem voru að senda frá sér nýtt jólalag. Hugmyndin að því að gera lag kom upp þegar strákarnir ætluðu að setja lag í stuttmynd sem þeir voru að vinna að en varð svo aldrei neitt meira úr því. Eitt kvöldið þegar þeir voru staddir í félagsmiðstöðinni í Vestmannaeyjum datt þeim í hug að gera jólalag og varð lagið Under The Mistletoe með Justin Bieber fyrir valinu, strákarnir vildu fara alla leið og ákváðu að þýða textann og sá Sindri um það. Sindri Freyr syngur lagið og Steypan Okkar ljáir því bakraddir.