Malín Agla er 16 ára stelpa úr Grafarvoginum og er annar sigurvegaranna sem dómnefnd valdi í Söngfuglinum. Malín hefur verið að syngja seinastliðin fimm ár eða frá ellefu ára aldri. Hún æfir dans og hefur m.a. keppt á stórmótum erlendis og unnið fjölan allan af verðlaunum.

Pabbi hennar hefur hjálpað henni áfram í söngnum og að læra að spila á gítar, en það var pabbi hennar sem samdi nýjan texta við lagið Hold The Line sem Toto gerði upphaflega og heitir lagið Jóladjamm í búningi þeirra feðgina.

Draumur hennar er að ná lengra í dansinum og verða atvinnudansari og tónlistarkona. Malín hefur komið fram á skemmtunum í grunnskóla og tók einnig þátt í Músiktilraunum fyrr á þessu ári.