rúnarSöngvarinn Rúnar Eff ætti Íslendingum að vera góðkunnur og er hann að fara að gefa út plötu í apríl sem ber nafnið ,,Knee Deep“.  Platan er búin að vera í vinnslu í 2 ár, bæði hér á landi hjá Vigni Snæ og hjá sænska pródúsernum Pontus Stenkvist.

Platan er mjög persónuleg og fjallar að mestu leiti um síðustu árin í lífi Rúnars.

Rúnar gaf nýverið út lag af plötunni sem nefnist ,,Train of Faith“ og fjallar um að vera staddur á slæmum stað tilfinningalega og taka ákvörðun um að breyta til hins betra sama hvað það kostar og hvert það leiðir mann að sögn Rúnars.

Þú getur hlustað á Train of Faith hér fyrir neðan: