Gabríel - Gimsteinar ásamt Krumma og OpeeNú er rúmt ár liðið síðan að tónlistarmaðurinn Gabríel kom fram í sviðsljósið hér á landi og hefur fjórða lagið hans nú litið dagsins ljós. Það veit enginn hver Gabríel, eða maðurinn á bakvið grímuna er en hann kýs að fara huldu höfði en segist þó vera þekktur í heimi tónlistarinnar undir sínu eigin nafni.

Nýjasta lagið frá kappanum nefnist Gimsteinar og eru það rokkarinn Krummi og rapparinn Opee sem eru með honum í laginu, en þetta er þriðja lagið sem Gabríel gerir í samvinnu við Opee.