Jonas Brothers - Pom PomsBræðurnir Kevin, Joe og Nick komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 í þáttum á Disney sjónvarpsstöðinni og nutu strax gífurlegra vinsælda einkum á meðal ungra stelpna, en það slitnaði upp úr samstarfi þeirra bræðra árið 2011.

Ákveðið var að skipuleggja endurkomu Jonas Brothers síðla árs 2012 og slitu þeir meðal annars samstarfi sínu við Hollywood Records útgáfufyrirtækið og stofnuðu sitt eigið undir nafni hljómsveitarinnar sem kemur til með að gefa út sína fimmtu plötu síðar á þessu ári, og er lagið Pom Poms fyrsta smáskífan af plötunni sem hefur þó ekki ennþá fengið nafn.