Rudimental - Waiting All Night ásamt Ella EyreBreski kvartettinn Rudimental hefur heldur betur náð að skipa sér sess í tónlistarlífi í heiminum og ekki síður á meðal Íslendinga en fjórmenningarnir eru á leiðinni til landsins og koma fram á Keflavík Music Festival tónlistarhátíðinni sem fer fram í júní næstkomandi.

Nýjasta lagið frá hljómsveitinni nefnist Waiting All Night og er það hin 19 ára gamla söngkona Ella Eyre sem syngur í laginu, en það er tileinkað leikaranum og BMX kappanum Kurt Yaeger sem lenti í hræðilegu mótorhjólaslysi og missti annan fótinn en heldur samt sem áður ótrauður áfram.