PSY - GentlemanÞað þarf vart að kynna Park Jae-Sang eða PSY eins og hann kallar sem er 35 ára gamall söngvari sem kemur frá Suður Kóreu, en lagið hans Gangnam Style var með vinsælli lögum á síðasta ári og þá einkum dansinn við lagið sem margir léku eftir og er talað um að hann sé einn útbreiddasti dans sem gerður hefur verið.

Nú þarftu hinsvegar að taka þig til og læra nýjan dans því kappinn var að senda frá sér glænýtt lag sem ber nafnið Gentleman og svipar það til Gangnam Style lagsins, en stóra spurningin er sú hvort að það nái jafn miklum eða jafnvel en meiri vinsældum.