Mynd: Styrmir Kári

Mynd: Styrmir Kári

Einar Lövdahl er afar hæfileikaríkur tónlistarmaður sem búsettur er í Vesturbænum, hann hefur haft brennandi áhuga á tónlist frá unga aldri en komst þó fyrst í snertingu við hana þegar hann byrjaði að læra á gítar í 9. bekk.

Einar sem vinnur einnig sem blaðamaður hjá Monitor, sendi frá sér sitt fyrsta lag síðasta vor, en lagið sem ber nafnið Tímar Án Ráða komst m.a. á vinsældalista Rásar 2 og var mikið spilað á stöðinni.

Lagið Farvel er þriðja smáskífan af væntanlegri plötu Einars sem kemur út í sumar, en það fjallar um ástarævintýri milli íslensks stráks og sænskrar stelpu, og í textanum má finna ýmsar vísanir í Svíþjóð og menninguna þar í landi.

„Ég myndi að segja að það væri lúmskur sumarfílingur í laginu, svo það má í raun þjófstarta sumrinu með því að hlusta á það,“ sagði Einar Lövdahl í samtali við Ný Tónlist.