Rudimental - Never Let You GoBreska drum and bass hljómsveitin Rudimental sendi frá sér lagið Bloodstream í febrúar síðstliðnum ásamt Ed Sheeran en það hefur verið á topplistum víða eftir að það kom út og þar á meðal á Íslandi.

Rudimental hefur nú sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Never Let You Go og er það fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu þeirra sem kemur til með að fylgja á eftir plötunni Home sem þeir gáfu út árið 2013 og náði platinum sölu bæði í Bretlandi og Ástralíu.