Steindi Jr. - Springum Út - Áramótaskaupið 2013Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi Jr. eins og hann kallar sig hefur verið einn vinsælasti grínisti landsins undanfarinna ára með þáttunum sínum Steindinn Okkar sem sýndir hafa verið á Stöð 2.

Steinþór var einn af handritshöfundum og leikurunum í Áramótaskaupi Sjónvarpsins sem sýnt var í kvöld.

Eins og venjan hefur verið hefur Skaupið verið endað á lagi, en lagið í ár var unnið af StopWaitGo og nefnist það Springum út, en það fjallar það um þau áramótaheit sem fólk setur sér, en eini dagurinn sem má brjóta þau er á gamlárskvöld og er það þegar fólk “Springur Út“.

Þú getur hlaðið laginu frítt niður með því að smella HÉR.