Glóey Þóra - Ordinary LoveGlóey Þóra er 16 ára stelpa sem býr á Seltjarnarnesi en stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún byrjaði sjálf að læra á gítar í 8. bekk en fékk einnig góða aðstoð frá föður sínum sem var gítarleikari í hljómsveitinni SS Sól.

Glóey hefur verið að æfa söng af og til undanfarin tvö ár, hún er sjálf með nokkur lög í vinnslu ásamt því að vera að semja texta fyrir lög sem vinur hennar er að gera.

Hér tekur Glóey cover af laginu Ordinary Love sem hljómsveitin U2 gerði upphaflega, en átæðan fyrir því að hún valdi þetta lag er að foreldrar hennar, þau Elfa Hrönn og Eyjólfur fagna um þessar mundir 25 ára sambandsafmæli sínu.