Jón Jónsson - Ljúft Að Vera TilÞað þarf vart að kynna söngvarann Jón Jónsson, en hann er einn sá vinsælasti á landinu og var hann fenginn til að semja Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja í ár en Jón kemur til með að spila í þriðja sinn á þjóðhátíð í ár og verður lagið frumflutt fyrst opinberlega á föstudeginum á Þjóðhátið, sem að þessu sinni verður sett föstudaginn 1. ágúst.

Lagið fékk nafnið Ljúft Að Vera Til og aðspurður segir Jón að lagið sé lauflétt og einkennast af gleði og sumri og allir ættu að geta sungið með því.