Jón Jónsson - Gefðu Allt Sem Þú ÁttTónlistarmaðurinn, hagfræðingurinn og fótboltamaðurinn Jón Jónsson gaf það út á dögunum að hann væri að leggja loka hönd að því að rifta samningi sínum við Sony útgáfufyrirtækið og ætlaði með því að einblína sér að Íslandi hvað útgáfu tónlistar sinnar varðar.

Jón kemur til með að gefa út sína aðra plötu, Heim um mánaðarmótin en platan verður öll á íslensku ólíkt fyrri plötunni og er lagið Gefðu Allt Sem Þú Átt fyrsta lagið sem við fáum að heyra af plötunni, en það er afar þægilegt áhlustunar líkt og flest lögin sem Jón hefur sent frá sér.