Allir - Ég Er EggerzKrakkarnir í Allir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti í íslenskt tónlistarlíf með laginu sínu Hendur Upp Í Loft í júní, en lagið er eitt það vinsælasta á landinu um þessar mundir.

Þau Pétur Eggerz, Heiðar Ingi og Þóra María stefna á að gefa út plötu á næsta ári og hefur hljómsveitin sent frá sér sitt annað lag sem heitir Ég Er Eggerz í höfuðið á forsprakka hljómsveitarinnar, en lagið er ádeila á það hversu mikil græðgi hefur skapast í samfélaginu og að þú þarft ekki alltaf að eiga þeð nýjasta og dýrasta til að vera betri maður ein einhver annar.
Myndbandið við lagið var unnið í samstarfi við Reyco og annaðist Bjarki Ómarsson hjá Storm Media vinnslu lagsins.