Juicy J - Low ásamt Nicki Minaj, Lil Bibby & Young ThugJuicy J er einna hvað þekktastur fyrir störf sín með Three 6 Mafia hópnum en þessi 39 ára gamli rappari kemur til með að gefa út fjórðu plötu sína, Pure THC: The Hustle Continues í september næstkomandi og nefnist fyrsta smáskífan af plötunni Low, en við lagið fékk Juicy með sér til liðs þá Lil Bibby, Young Thug og Nicki Minaj en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að sýna heldur mikið hold í myndbandinu við lagið Anaconda sem hún sendi frá sér á dögunum.