Auðunn Blöndal eða Auddi eins og hann er kallaður í daglegu lífi er að byrja með útvarpsþátt á FM957 sem kemur til með að heita FM95BLÖ. Þátturinn er á virkum dögum frá 16  til 18 og hefur hann göngu sína á föstudaginn. Auðunn mun vera með fasta gesti hjá sér í þættinum en þeir eru Björn Bragi, Sveppi, Hjörvar Hafliðason og Egill Gillzenegger. Hann bjó til lag og myndband fyrir þáttinn, en Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson sáu um leikstjórn.