Jóhannes Ágúst er sextán ára gamall Akureyringur, hann er í fyrsta bekk í MA á félagsfræðibraut. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist og spilar m.a. á gítar og píanó. Jóhannes hefur verið að semja raftónlist í um það bil tvö ár eða eftir að hann heyrði fyrst í franska house dúóinu „Daft Punk“ og heillaðist algjörlega. Jóhannes er að vinna í sínu fyrsta official remixi og kemur það út á Beatport í desember en það er ein stærsta tónlistarsíða í heimi.
Íslenskt Og Efnilegt