Owl City - You’re Not AloneAdam Young er 28 ára gamall söngvari og pródúser, en hann er maðurinn á bakvið Owl City, hann vinnur alla tónlistina sjálfur, en Owl City verður svo að hljómsveit þegar haldið er í tónleikaferðalag og bætast þá fleiri meðlimir við.

Adam vinnur nú hörðum höndum að því að auka vinsældir sínar meðal fólks og hefur gefið út nokkur lög undanfarið í kynningarskyni en það nýjasta nefnist You’re Not Alone og er það söngkonan Britt Nicole sem syngur með honum þennan fallega dúett.