Mark Ronson - Uptown Funk ásamt Bruno MarsÞað kannast kannski ekki margir við nafnið Mark Ronson en hann er 39 ára gamall söngvari, plötusnúður og pródúser sem kemur frá Bretlandi og er búinn að vera í bransanum frá árinu 1993.

Lítið hefur heyrst frá Ronson upp á síðkastið en tvö ár eru síðan hann gaf síðast út lag og um fjögur eru frá því að ný plata kom út með honum, en nú virðist hann ætla að bæta úr því og hefur hann sent frá sér nýtt lag ásamt söngvaranum Bruno Mars og nefnist það Uptown Funk.