Coldplay  - MiraclesHljómsveitin Coldplay er búin að eiga gott ár í ár en hún gaf út plötuna Ghost Stories fyrr á árinu og inniheldur hún meðal annars lögin Magic og A Sky Full Of Stars sem voru bæði gífurlega vinsæl en Spotify tilkynnti í byrjun mánaðarins að Coldplay væri í fyrsta sæti á listanum yfir spilanir á lögum allra hljómsveita sem bjóða upp á efnið sitt á tónlistarveitunni.

Söngvari Coldplay, Chris Martin lét hafa það eftir sér í viðtali nú á dögunum að sjöunda plata hljómsveitarinnar, A Head Full of Dreams sem kemur út á næsta ári gæti verið sú síðasta sem hljómsveitin sendir frá sér en hún var stofnuð árið 1996 og hefur skapað sér sess með vinsælustu hljómsveitum sem til hafa verið í heiminum.

Nýjasta lagið frá hljómsveitinni nefnist Miracles en það er titillag myndarinnar Unbroken í leikstjórn Angelinu Jolie, en myndin verður frumsýnd hér á landi þann 2. janúar á næsta ári.